Litla Sauna Húsið
Það er einstök upplifun fyrir líkama og sál að koma í Litla Sauna húsið. Að stunda saunur reglulega gerir heilsunni okkar svo gott, bæði líkamlega og andlega. Rannsóknir sýna að með reglulegum sauna heimsóknum erum við að draga verulega úr líkum á að við fáum allskyns sjúkdóma.
Í Litla Sauna Húsinu erum við í öruggu rými til þess að vera við sjálf, fella tár öskursyngja eða bara að vera.
Við leggjum metnað okkar í að gera vel við þig og senda þig út í daginn eða inn í nóttina með sól í hjarta, heilsu og hreysti.
Við bjóðum upp á okkar reglulegu gusur sem og prívat gusur fyrir hópa sem hægt er að aðlaga að hverjum og einum eftir stemningu.
Hlökkum til að sjá ykkur og gus'ykkur
Næstu Gusur
PRÍVAT GUSA
Prívat gusa
Reykjavíkur maraþon recovery
Reykjavíkur maraþon recovery
Það húmar að
Prívat gusa