Um Okkur
Í Lítla Sauna Húsinu bjóðum við upp á einstaka heilsu- og vellíðunarupplifun við sjávarsíðuna á Kársnesi. Með útsýni yfir Reykjavík og Atlantshafið sköpum við umhverfi sem sameinar hlýju, ró og fagmennsku. Hver heimsókn er sérsniðin til að gefa þér endurnæringu fyrir bæði líkama og sál, þar sem náttúra og vellíðan renna saman í eina upplifun.
Heilsuávinningar
Kostir Saunagusu í Lítla Sauna Húsinu
-
Djúp slökun og endurnýjun fyrir líkama og sál
-
Örvun blóðrásar og aukið súrefnisflæði
-
Streitulosun og bætt vellíðan
-
Hreinsun húðar og losun óhreininda
-
Slökun á vöðvum og verkjastilling
-
Með reglulegri sauna iðkun minnkum við líkurnar á sjúkdómum líkt og Alzeimer, hjarta & æðasjúkdómum sem og geðsjúkdómum.
Heitt og Kalt – Einstök Heilsuefling
-
Bætir ónæmiskerfið og líkamlega mótstöðu
-
Eykur orku og betri svefngæði
-
Blóðrás eykst í hita, kuldinn endurnýjar vefi
-
Skapar jafnvægi, styrk og vellíðan
Gusumeistarar
Hjá okkur eru nokkrir gusumeistarar sem eru sérþjálfaðir í listinni að skapa einstaka gusu upplifun. Gusumeistararnir okkar stjórna hita- og rakastigi í saununni. Með kunnáttu og nákvæmni nota þeir ilmolíur og þeyta heitum loftstraum um rýmið, sem hjálpar til við að dýpka slökun, losa um streitu og auka vellíðan. Í hverri gusu leitumst við eftir að hámarka heilsufarsleg áhrif og skapa þér ógleymanlegt augnablik.

Kristín
Kristín stofnaði Litla Sauna Húsið haustið 2024. Sjálf hafið hún stundað gusur um nokkurt skeið og eftir hvatningu frá vinum og fjölskyldu var ekki aftur snúið, Litla Sauna Húsið varð að veruleika.
Kristín er stemnings manneskja í húð og hár sem elskar að taka á móti fólki, virkja vagustaugina með söng og sendi fólkið sitt glatt og endurnært inn í daginn eða nóttina.
Að ná upp góðum hita með fólkinu skiptir miklu máli enda er hitinn okkur allra meina bót, bæði fyrir líkama og sál. Kristín elskar að ferðast um heiminn og tengir hún hin ýmsu ferðalög út um heimsins höf og gusur með lögum sem vekja upp minningar. Möntrur og hjartslátturinn fái sitt rými líka.
Það er mikilvæg að allir fá sitt rými í Litla Sauna Húsinu til þess að finna og vera og að upplifa sig í öryggi.

Edda
Eddan okkar er hress en jafnframt með einstaklega hlýja nærveru sem elskar að deila einstakri gusu upplifun með öðrum. Edda er sérstaklega næm í að lesa hópinn og nær hún því að búa til einstaka stemningu. Hún er algjört náttúrubarn og elskar að blanda jurtir fyrir gusurnar sínar tala um uppruna þeirra og hvað jurtirnar gera fyrir okkur. Edda féll fyrir saunamenningunni í Finnlandi, keypti saunu fyrir sveitina sína þar sem hún gusa fyrir fjölskyldu og vini.
Edda býður ykkur í ferðalag í núvitundun þar sem þú nærð að slaka, losa þig við streitu, reyna á þig í hitanum, virkja skilningarvitin og endunæra þig á heilbrigðan hátt.

Valdís
Valdís er lífsglöð og hress sem elskar að skapa stuð og stemningu í Litla Sauna Húsinu. Hún er ein af yngstu gusumeisturum landsins. Hún er að útskrifast úr grafískri hönnun í LHÍ í vor og fer sjálf reglulega í gusur til þess að næra sig líkamlega og andlega.
Valdís hefur fjölbreyttan tónlistarsmekk en það er ekkert sem toppar þegar bossarnir í Litla Sauna Húsinu taka hraustlega undir í söng. Með ástríðu fyrir list, tónlist og gleði er Valdís alltaf tilbúin að fylla Litla Sauna Húsið með góðri orku


Tóbí
Tobi er gufusmiður, umbreytingarþjálfari og hljóðheilari með djúpa ást á hita, köldum böðum og tónum sem snerta sálina. Í saunaupplevelsi hans er áherslan á flæði, kyrrð og skynjun—þar sem hitinn umlykur, tónlistin leiðir og kælingin vekur líkamann til lífsins.
Með áralanga reynslu í leiðsögn og umbreytingarvinnu nýtir Tobi kraft hita, andardráttar og hljóðbylgna til að skapa rými fyrir endurnýjun og dýpri tengingu við sjálfan sig.
Fyrir Tobi er saunaritúalið meira en athöfn—það er ferðalag inn í jafnvægi og endurnýjun. Í gufunni fær líkaminn tækifæri til að endurhlaða sig á sínum eigin hraða, í takt við hitann, andardráttinn og taktfastan hjartslátt náttúrunnar.
Hann býður þig velkomin í gufuna, þar sem hitinn er klár, kælingin bíður og augnablikið er núna.

Þóra
Þóra Hrund er lífskúnster og upplifunarhönnuður sem elskar að láta drauma, hugmyndir og verkefni verða að veruleika. Hún er eigandi munum sem hefur gefið út dagbækur sem hannaðar eru með það að leiðarljósi að auðvelda markmiðasetningu, tímastjórnun og efla jákvæða og þakkláta hugsun. Þóra hefur óbilandi ástríðu fyrir öllu sem hjálpar okkur að vaxa og verða örlítið betri í dag en í gær. Eftir að hafa tapað heilsunni í kjölfarið á mygluveikindum fór hún að stunda saunur í miklum mæli og hefur fundið mikinn ávinning hvað varðar bæði andlega og líkamlega heilsu. Hún elskar að taka á móti fólki í Litla Sauna Húsinu og skapa töfrandi upplifun sem nærir bæði sál og líkama.

Saga
Saga er yngsti gusumeistari landsins sem elskar Litla Sauna Húsið af öllu hjarta. Hún er að klára grafíska hönnun í LHÍ í vor. Hún hefur stundað gusur reglulega en þá einna helst til þess að róa hugann og sækja innblástur.
Saga elskar íslenska músík og mun meðal annars leiða gusur þar sem að fólk fær að njóta sín, sleppa sér og skilja allar heimsins áhyggjur eftir fyrir utan Litla Sauna Húsið.

Inga
Inga er á besta aldri, gift tveggja barna móðir sem dýrkar og dáir strákana sína alla þrjá. Hennar aðalstarf er vörueigandi hjá Símanum.
Gleði, vellíðan og "good vibes only" eru kjarni gildanna hennar. Hún leggur sig fram við að skapa jákvæða upplifun og forðast leiðindi eins og heitan eldinn. Á sl árum hefur hún uppgötvað mikilvægi þess að slaka á, fara rólega og anda djúp ofaní maga. Þegar náttúran bætist í jöfnuna ásamt gusu, hita og góðrar tónlistar, þá gerast töfrarnir.
Hrönn er hjúkkan okkar og 5 barna móðir sem féll fyrir gusu menningunni 2019. Hún veit af eigin raun hversu gott það er að stunda saunu reglulega fyrir líkama og sál ásamt því sem að gusur auka orku og draga úr sleni. Hún hefur stundað núvitund í 10 ár sem hún blandar inn í gusurnar sínar ásamt því að spila fjölbreytta músík. Hún veit ekkert betra en þegar að fólk tekur undir í söng. Hrönn hvetur fólk til þess að róa taugakerfið sitt með markvissri öndun og einstaka andvari, fylla skynfærin af góðgæti gusuáhrifa og slakan á í amstri dagsins

Nói
Nói brennur fyrir vellíðan, tengingu og kraftinum sem fellst í hitanum. Sem gusumaster leggur hann áherslu á upplifun sem nærri bæði líkama og sál. Hann elskar rólega tónlist sem leyfir okkur að slaka á og vera í núinu.

Óliver
Óliver er kærleiksköggull mikill sem elskar að láta fólki líða vel. Hann er einn af stofnendum Litla Sauna Hússins ásamt Kristínu og hefur því verið með okkur frá byrjun. Hann hefur mikinn áhuga á músík og almennri heilsu. Af eigin raun veit hann hversu mikilvægur ávinningurinn er að stunda hitann reglulega. Það er mikil orka í gufunum sem Óliver stýrir þar sem að hitinn stigmagnast í hverri lotu.

Berglind
Berglind er hjúkka, markþjálfi og fararstjóri sem hefur einstaka lag á því að skapa hlýtt og öruggt umhverfi fyrir aðra. Berglind er konan á bakvið Instagramsíðuna Lífsgleðin þar sem að hún deilir hugleiðingum og því sem gleður hjartað. Hún elskar ferðalög, fólk og all sem snýr að tengslum, bæði að tengjast sjálfum sér og öðrum.
Hún elskar jóga, hugleiðslu, andleg málefni og elskar að finna gleðina í litlu hlutunum. Hún mun sameina þetta í sínum gusum, fara í ferðalag inn á við og vera í nærandi samveru.